Ég var að horfa á hryllingsmynd sem fjallar um draugabæ í sjónvarpinu í gær. Fór að fletta á netinu og komst að því að ein kveikjan að myndinni, Silent Hill heitir hún, er sögð vera alvöru draugabær, Centralia í Pennsylvaníu. Þar kviknaði í kolanámu árið 1962 – og logar enn undir yfirborði jarðar.
Og það eru fleiri draugabæir. Hér er til dæmis heil síða sem er helguð „tíu bestu“ draugabæjunum.
Þarna er bær í Namibíu sem sökk í sand, borgin Prypyat í Úkraínu, rétt hjá Tsérnobyl, miðaldabær á Ítalíu, franskur bær sem er þjakaður af hryllilegum minningum úr stríðinu, japanskur kolanámubær, glæpaborgin Kowloon sem er rétt hjá Hong Kong, Farmagusta á Kýpur sem fór í eyði eftir innrás Tyrkja 1974 og borgin Agdam í Azerbaidjan sem hefur verið yfirgefin síðan í stríðinu við Armena 1993.