fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Meginlínur Ómars

Egill Helgason
Föstudaginn 20. ágúst 2010 20:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómar Ragnarsson er með stutta en greinargóða sögu íslenska hrunsins á heimasíðu sinni. Hann segir að það skipti ekki endilega máli hver hringdi í hvern, þetta séu aðalatriðin. Ómar skrifar:

— — —

1. Eðlilegar og þarfar umbætur í frjálsræðisátt á tíunda áratugnum snúast upp í stórfellda sjálftöku og oftöku spilltra afla með tilheyrandi einkavinavæðingu þar sem ofríki tveggja stjórnmálamanna fær að leika lausum hala fram á miðjan fyrsta áratug þessarar aldar.

2. Búin er til þensla, að fyrstu með grunn í skammtímahugsun stórfelldra virkjana- og stóriðjuframkvæmda á kostnað komandi kynslóða og með sprengingu í húsnæðislánakerfinu, fyrst hinu opinbera og síðar hinu einkavinavæddda. Þenslan, að mestu innistæðulaus stigmagnast stjórnlaust og verður að stærstu gróðærisbólu miðað við stærð þjóðarinnar, sem um getur.  Hún byggist á því að hleypa öllu lausu, skrá gengi krónunnar 30-40% of hátt og halda uppi hávöxtum sem laðar að hættulegt erlent fjármagn (t. d. Jöklabréfin).

3. Í banka- og fjármálakerfinu nýta gróðafíknir menn sér þetta og nota margir hverjir til þess öll tiltæk ráð. Fólk og fyrirtæki eru leynt og ljóst hvött til stærstu lántöku Íslandssögunnar í erlendum myntum. Skuldir heimilanna og fyrirtækjanna fjórfaldast á örfáum árum og vegna þess að mikill meirihluti þjóðarinnar lætur sér þetta vel líka verður til þöggun á meginatriðum sem öllu skipta. Svo sem því að bankakerfið sé orðið margfalt stærra en þjóðarbúið og hin tilbúna og siðlausa gróðærisbóla hljóti að fara úr böndum og springa með hvelli. Tapið er ekki aðeins Íslendinga heldur reiknast tap útlendinga 7000 milljarðar eða fjórföld árleg þjóðarframleiðsla landsins og finnast engin dæmis slíks í veraldarsögunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu