fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Klerkar í klípu

Egill Helgason
Föstudaginn 20. ágúst 2010 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skriftir eru sakramenti í kaþólsku kirkjunni. Það fyrirkomulag að sóknarbarn geti farið í skriftastól til prests, játað syndir sínar og fengið fyrirgefningu.

Það má kannski segja að þetta sé dæmi um hversu veraldleg kaþólska kirkjan er, páfinn er staðgengill Guðs á jörð og frá honum kemur valdið – það er býsna einkennileg hugmynd að einhver pokaprestur geti tekið syndirnar af fólki.

Í þessu dæmi felst að presturinn er bundinn þagnareiði. Hann má ekki skýra frá því hvað var sagt í skriftastólnum. Þagnarskyldan er mjög rík – utanaðkomandi kann að virðast þetta fyrirkomulag ofbjóðanlegt. Það er ömurlegt að fylgjast með þeim sóðamálum sem hvað eftir annað koma upp í kaþólsku kirkjunni og grafa mjög undan stöðu hennar. Það er líkt og að þar þyki stærri synd að vígja kvenprest en að níðast á barni.

Skriftir eru ekki sakramenti í lútersk evangelískri kirkju. Það er ekki á færi prestanna að veita fyrirgefningu synda. Það er sjálfsagt að prestar haldi trúnað við sóknarbörn sín og séu ekki að blaðra um leyndarmál þeirra út um allar koppagrundir. Prestarnir stunda sína sálgæslu en að þeir eigi að þegja um glæpi er fráleitt – jafnvel þótt sumir klerkar vilji setja sig á háan hest hvað þetta varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu