fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Jóhannes Björn: Peningakerfið gengur ekki upp

Egill Helgason
Föstudaginn 20. ágúst 2010 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær vísaði ég á grein í Der Spiegel þar sem er fjallað um vaxandi ójöfnuð í Bandaríkjunum, atvinnuleysi, fátækt og erfitt hlutskipti millistéttarinnar.

Jóhannes Björn er á svipuðum nótum í stórri grein undir fyrirsögninni Peningakerfið gengur ekki upp á vefsíðu sinni vald. org. Jóhannes skrifar meðal annars:

„Samkvæmt Financial Times hafa tekjur 90% Bandaríkjamanna staðið í stað síðan 1973 (lækkað ef verðbólgan er reiknuð út eins og gert var fyrir 1996) á sama tíma og tekjur ríkasta 1% þjóðarinnar hafa ætt upp um yfir 300%. Forstjórar voru að meðaltali með 26 sinnum hærri tekjur en pöpulinn 1973 en yfir 300 sinnum hærri tekjur í dag.

Eigendur risafyrirtækja raka inn peningum og borga forstjórunum vel fyrir að sýna einga miskunn. Þessi hörkutól rústa heimahögunum með fjöldauppsögnum og koma fyrirtækjunum síðan fyrir á stöðum sem leyfa þrælahald og eyðileggingu náttúrunnar. Leitin eftir sífellt ódýrari þrælum endar aldrei. Forstjórar Wal-Mart eru t.d. þreyttir á að borga kínverskum saumakonum sem svarar til $147 á mánuði (vinnuvikan er væntanlega 60–70 stundir) og eru að flytja verksmiðjur sínar til Bangladesh þar sem mánaðarkaupið er $64.

Hagfræðingar á launum hjá fjölþjóðafyrirtækjum reyna að rugla okkur í ríminu með því að blanda hnattvæðingu saman við hugmyndir um frjálsa samkeppni. Samkvæmt þessum rökum er það eðlileg þróun að flytja framleiðsluna til láglaunasvæða og byggja síðan upp þjónustuhagkerfi heima fyriri. Í orðagjálfrunu gleymist að geta þess að þjónustustörf eru yfir höfuð illa borguð, sérstaklega ef rannsóknar- og þróunarvinna er líka send til láglaunasvæða.

Kenningin um frjálsa samkeppni, eins og hún var sett fram af David Ricardo fyrir tveim öldum, gerði ráð fyrir „hlutfallslegum yfirburðum“ og hagræðingu sem skapast þegar jafningjar keppa. Fjölþjóðafyrirtækin ná hins vegar „algjörum yfirburðum“ með því að breyta leikreglunum og notafæra sér eymd og spillingu í fátækum löndum. Þau ná einokun sem beinlínis vinnur gegn frjálsri samkeppni.

Siðlaus hnattvæðing og allt of stór og spilltur fjármálageiri settu heiminn á hausinn. Bankaelítan sannaði síðan að hún heldur í alla valdatauma sem skipta máli. Það leikur varla nokkur vafi á að peningakerfið siglir í strand innan tíðar—við erum að tala um mánuði eða í mesta lagi tvö ár—og það verður annað hvort endurreist frá grunni eða millistéttin hverfur eins og dögg fyrir sólu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu