fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Björgólfur og bankahrunið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. ágúst 2010 16:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson rembist eins og rjúpan við staurinn að halda því fram að hann beri enga áhrif á hruni íslensku bankanna. Nú hefur hann opnað vefsíðu sem fjallar um þetta – einn höfunda þar er sagnfræðingur sem í miðju hruninu sendi frá sér varnarrit vegna þáttar Björgólfs Guðmundssonar í Hafskipsmálinu.

Bandaríkjamaðurinn William K. Black er sérfræðingur um fjármálaglæpi. Black hefur tvívegis á þessu ári borið vitni fyrir þingnefndum í Bandaríkjunum. Hann hefur lýst því hvernig bankarnir voru leiknir á Íslandi sem skipulögðu svindli, control fraud er hugtakið sem hann notar.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir:

„Við fall Landsbankans voru Björgólfur Thor Björgólfsson og félög tengd honum stærstu skuldarar bankans. Björgólfur Guðmundsson var þriðji stærsti skuldari bankans. Samtals námu skuldbindingar þeirra við bankann vel yfir 200 milljörðum króna. Það var meira en sem nam eigin fé Landsbankasamstæðunnar.

Björgólfur Thor var einnig stærsti hluthafi Straums-Burðaráss og hann var stjórnarformaður þess banka. Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson voru hvor um sig, ásamt tengdum aðilum, meðal stærstu skuldara bankans og saman mynduðu þeir stærsta lántakendahóp hans.

Eigendur bankanna fengu verulegar fyrirgreiðslur í gegnum dótturfélög bankanna sem ráku peningamarkaðssjóði. Rannsókn á fjárfestingum peningamarkaðssjóða á vegum rekstrarfélaga stóru bankanna þriggja leiddi í ljós að sjóðirnir fjárfestu mikið í verðbréfum tengdum eigendum bankanna.Vandséð er að tilviljun ein hafi ráðið þeim fjárfestingaákvörðunum.“

Þetta er býsna skýrt: Eigendur bankanna létu greipar sópa um þá.

Annars er fleira skringilegt að finna á þessum vef Björgólfs. Til dæmis er varla hægt að skilja annað en að hann telji að þeir feðgar hafi keypt Landsbankann fyrir of hátt verð á sínum tíma – og svo er komið enn að Icesave. Þar finnur Björgólfur enga sök hjá sér fremur en fyrri daginn, heldur telur hann að það sé alfarið íslenskum stjórnvöldum að kenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu