fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Vandmeðfarið orð

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. ágúst 2010 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Vilhjálmsson er framkvæmdastjóri Heimssýnar, samtaka þeirra sem eru á móti aðild að Evrópusambandinu. Þetta eru öflug samtök og það er eðlilegt, það eru deildar meiningar um málið og sjálfsagt að sé tekist á um það í gegnum skipulagðar hreyfingar. Í öðrum löndum þar sem aðildarumsókn hefur verið til umræðu hafa verið starfandi félög á svipuðum nótum, félög þeirra sem eru með eða á móti. Norska nei-hreyfingin var til dæmis mjög sterk og starfar að mér skilst áfram.

Páll á það hins vegar til að ganga nokkuð langt í málflutningi sínum. Í dag skrifar hann í pistli á vefsíðu sinni að umsókn Íslands að ESB sé „landráð“.

Það er stórt orð. Við landráðum liggja þungar fangelsisrefsingar. Þetta er ekki orð sem á að hafa í flimtingum.

Og mér þykir heldur ólíklegt að forystumenn helstu nei-hreyfinga í nágrannalöndum okkar – sem öll hafa farið í gegnum aðildarferli – hafi mikið verið að nota það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu