fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Hvernig á að velja fulltrúa á stjórnlagaþing?

Egill Helgason
Mánudaginn 16. ágúst 2010 21:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur fyrir dyrum að velja fulltrúa á stjórnlagaþing. Það er mjög mikilvægt að vel takist til. Þetta gæti boðað nýtt upphaf í íslenskum stjórnmálum – en svo getur auðvitað verið að allt fari út um þúfur, leysist upp í úlfúð og illdeilur.

En hverja á að velja á stjórnlagaþingið?

Maður hefur heyrt að ýmsir hafa áhyggjur af því að þar verði eintómir bloggarar. Þá er hætt við að þetta yrði eins og hrafnaþing – þeir sem eru á blogginu eru að nokkru leyti þrasgjarnasti hluti þjóðarinnar. Að því leyti hefur bloggið leyst af hólmi þjóðarsálina sem eitt sinn var í útvarpinu.

Um daginn las ég líka að netið hefði þau áhrif á fólk að það gæti ekki hugsað heila hugsun. Það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt sem þarf að skoða og taka afstöðu til, hraðinn er svo mikill – þess var getið að þeir sem væru alltaf á netinu ættu erfitt með að lesa langar bækur.

Varla viljum við að stjórnlagaþing lendi í höndum stjórnmálamanna eða sérhagsmunapotara – jú, og bloggararnir eru varasamir líka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?