fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Áróður eða þráhyggja – eða hvort tveggja?

Egill Helgason
Mánudaginn 16. ágúst 2010 10:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur á ýmsu í umræðunni um ESB, en einkennilegust er sú þráhyggjukennda árátta að spyrða saman þá sem vilja láta reyna aðild að ESB og meinta stuðningsmenn Baugs. Maður sér merki um þetta víða, áttar sig ekki alveg á því hvort þetta er svo lymskulegur áróður að maður skilur hann ekki eða hvort þetta er hugmyndafátækt – að Baugur sé orðinn eins konar samasemmerki alls sem illt er í hugum sumra manna.

Lógíkin er einhvern veginn svona: Jón Ásgeir og félagar voru dálítið veikir fyrir Evrópusambandinu (eins og fleiri í viðskiptalífinu) og þá hljóta allir sem styðja aðildarviðræður að vera Baugsmenn.

Guðmundur Andri Thorsson, einn þeirra sem sífellt má sitja undir ásökunum fyrir að vera Baugsmaður (vegna þess að hann hefur skrifað í Fréttablaðið), ritar grein um Vinstri græn og Evrópusambandið í morgun:

Þegar Davíð Oddsson talar um fræðimenn og stjórnmálaskýrendur sem sérhæft hafa sig í regluverki Evrópusambandsins kallar hann þá alltaf „sérfræðinga Samfylkingarinnar“. Þar með gefur hann sínu fólki skilaboð um að taka aldrei mark á orði sem þessir fræðimenn kunna að hafa til málanna að leggja. Aldrei. Gildir þá einu hvað það er eða hversu mikið vit þeir hafa á málaflokknum: Aldrei. Þeir eru á vegum „andstæðingsins“. Samfylkingarinnar. Gott ef ekki hreinlega Baugs.

Við þetta búum við. Eilífan drátt gamalla fjallkónga inn í gamla dilka. Óskandi væri samt að okkur tækist að ræða þetta mál án þess að þátttakendur þurfi að vísa í sífellu fram flokksskírteinum. Óskandi væri að umræðan um ESB snerist um málefni: þjóðarhag, lífskjör, stað Íslands í heiminum, krónuna, umhverfismál, stöðugleika, atvinnumál, eðli fullveldisins, vöruútflutning, tollamál, verð á matvöru…

Nokkrir sjálfstæðir Sjálfstæðismenn með Benedikt Jóhannes­son í fararbroddi hafa að vísu þverskallast við að hlýða hinum gamla fjallkóngi og lýst yfir stuðningi við að minnsta kosti aðildarviðræður, eins og raunar meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins aðhylltist til skamms tíma. Þögnin um þetta mál hefur hins vegar verið meiri í öðrum flokkum.

Samfylkingarmenn þora naumast að opna munninn um málið af ótta við að það takist að gera þetta að sérmáli þess flokks, og úr ranni Vinstri Grænna heyrist lítið annað en Lebensraum-raus Ögmundar Jónassonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?