fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Örvænting

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. maí 2010 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í Reykjavík, á Akureyri og í Kópavogi.  Framsókn fékk hræðilega kosningu síðast þegar kosið var til sveitarstjórna og bætir ekki við sig nú. Vinstri grænir eru í losti út af gengi framboðsins í Reykjavík.

Það er gripið til ýmissa ráða á síðustu metrunum.

Hanna Birna sendir bréf inn á hvert heimili, það er persónulega stílað til viðtakandans – kvenna í Reykjavík. Annars er búið að fela restina af framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík; og reyndar er þess varla getið að Hanna Birna sé í flokknum. Það er látið eins og hún sé utan og ofan við stjórnmálin, kona sem hefur aldrei unnið neins staðar nema fyrir flokkinn eða á vegum flokksins.

Steinunn Valdís segir af sér þegar einn og hálfur sólarhringur er þangað til kjörstaðir opna. Það heitir að vera með seinustu skipunum. Lyktar af hreinni örvæntingu – og tækifærismennsku. Og byggir ekki upp neitt traust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum
Örvænting

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?