Sveitarstjórnakosningar geta haft sín áhrif. Við skulum ekki gleyma því að eftir sveitarstjórnakosningarnar 2006 sagði Halldór Ásgrímsson af sér sem forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins.
Þá hafði Framsókn beðið mikið afhroð á landsvísu, tapaði miklum fjölda sveitarstjórnamanna. Flokkurinn var þá með forsætisráðuneytið samkvæmt hinum sérkennilega valdaskiptadíl Halldórs og Davíðs.
Upplýsingar um kosningarnar 2006 má finna hér, en í grundvallaratriðum má segja að Framsókn hafi verið stóri taparinn, Sjálfstæðisflokkurinn vann mikið á, Vinstri grænir bættu við sig, Samfylkingin mátti þokkalega við una – nema í Reykjavík þar sem fylgi hennar vær minna en væntingar stóðu til.
Það er víst að innan flokkanna sem tapa á laugardag mun óróinn magnast mikið: Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis þegar stigið fram og sagt að Steinunn Valdís Óskarsdóttir verði að segja af sér.