fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ólöf: Skýrslan mikilvæg

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. maí 2010 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi bréf sendir Ólöf Nordal alþingismaður:

— — —

„Sæll Egill,

mig langar að segja vegna ummæla minna í þættinum hjá Ingva Hrafni að þetta orðalag mitt, að skýrslan þvælist fyrir, var ekki vandað.  Og ekki heldur í samræmi við þann málflutning sem ég hef haft uppi um skýrsluna.

Ég tel útgáfu þessarar skýrslu marka tímamót.   Ég  vona að okkur takist að draga af henni lærdóm, og ég vona að okkur takist að tala málefnanlega um niðurstöður hennar, enda þar afar margt merkilegt sett fram.  Það tekur hins vegar tíma að gera það.  Bæði þarf þingið að taka á efni hennar en ekki síst stjórnmálaflokkarnir.

Þar sem skýrslan kom út svo skömmu fyrir kosningar var augljóst mál að hún yrði að hluta til efniviður í kosningabaráttunni.  Það undrar  mig ekki.  Hins vegar verður það til þess, að þau málefni sem þar eru efst á baugi kunna að færast niður listann.  Það var í því ljósi sem þessu orð féllu.

Mér finnst mikilvægast að efni hennar og niðurstöður verði tekið til gaumgæfilegrar athugunar á opinberum vettvangi og á vandaðan og yfirvegaðan hátt.

bestu kveðjur
Ólöf“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu