fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Grautarleg umræða um orkumál

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. maí 2010 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðan um kaup Magma Energy á HS Orku er óvenju grautarleg.

Um daginn hlustaði ég á þingmann Sjálfstæðisflokksins sem í öðru orðinu sagði að þetta væri í góðu lagi og í hinu orðinu sagði að þetta væri ekki í lagi.

Það var eins og víglínan í þessu máli væri dregin í gegnum höfuðið á þingmanninum.

Og svo virðist það vera í stjórnmálaflokkunum. Meira að segja Vinstri grænir sem hafa verið á móti þessu, hafa ekki nýtt tækifæri sem þeir væntanlega höfðu til að koma í veg fyrir að þessi auðlind – eða rétturinn til að nýta hana – kæmist í hendurnar á erlendu fyrirtæki.

Nú þurfa stjórnmálaflokkarnir að svara því heiðarlega hvort erlendir aðilar megi fjárfesta í íslenskri orku og þá á hvaða forsendum og með hvaða skilmálum.

Við höfum reglur sem koma í veg fyrir að erlendir fyrirtæki geti komist að íslensku sjávarauðlindinni. Það hefur ekki komið í veg fyrir mjög slæma umgengni um auðlindina. Mikið af arðinum af henni hefur verið fluttur til útlanda og skuldsetningin er hroðaleg.

Það voru Íslendingar sem fóru ránshendi um bankakerfið hér, sparisjóði, lífeyrissjóði, fyrirtæki – mikið af því fjármagni var líka flutt til útlanda.

Umræðan um Magma er út og suður. Maður hefur reyndar á tilfinningunni að mörgum stjórnmálamönnum – til dæmis í Samfylkingunni – finnist þessi gjörningur í góðu lagi, en þori ekki að tjá þá skoðun vegna almenningsálitsins.

Annað sem við þurfum svo að svara er: Ef við fáum ekki erlent fjármagn til að nýta íslenska orku, hvaðan eiga peningarnir þá að koma?

Eða eigum við að láta vera að nýta auðlindina?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu