fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Breytingar á Eyjunni

Egill Helgason
Mánudaginn 24. maí 2010 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendur taka væntanlega eftir breytingum á útliti Eyjunnar og efnisþáttum – sem ég held að séu allar mjög til bóta. Síðan verður efnismeiri og það borgar sig að fletta niður hana þar sem er ýmislegt gott efni að finna.

Önnur breyting er í ummælakerfinu. Það hefur að mínu viti ekki verið nógu gott. Sjálfur hef ég lengi tíðkað að taka út mikið af ummælum og setja þá sem misnota kerfi í bann. Þetta snýst ekki bara um þá sem hafa uppi dónaskap og níð, heldur líka þá sem afvegaleiða umræðuna.

Nú þurfa þeir sem taka þátt í umræðunni að skrá sig inn. Það er í rauninni mjög einfalt ferli, og er ekki ósvipað því sem tíðkast í mörgum erlendum vefmiðlum sem halda úti slíku umræðusvæði.

Um leið hafa verið teknir saman nokkrir punktar til áréttingar, undir yfirskriftinni Gildi Eyjunnar. Þeir eru svohljóðandi:

Við viljum að lesendur tjái sig um það efni sem birtist á Eyjunni og okkar markmið er að gera síðuna að svæði þar sem fólk getur alltaf fundið líflegar, skynsamar og skemmtilegar umræður og skoðanaskipti. Til að svo megi verða ætlumst við til þess að þeir sem með einum eða öðrum hætti nýta sér Eyjuna tileinki sér GILDIN okkar:

  1. Við fögnum rökræðum og beinskeittum ágreiningi en persónulegar árásir (á höfunda, aðra þátttakendur, einstaklinga eða fyrirtæki), langvarandi áreiti og rógburður er ekki liðinn.
  2. Við skiljum að fólk hefur oft sterkar skoðanir á því sem fjallað er um á Eyjunni en munum íhuga að fjarlægja efni sem öðrum gæti fundist verulega dónalegt, særandi eða ógnandi. Við biðjum ykkur þannig vinsamlegast að virða sjónarmið, trú og viðhorf annarra og hugleiða áhrifin á aðra þegar þið setjið ykkar skoðanir fram.
  3. Við munum ekki líða kynþáttafordóma, kynjamisrétti eða önnur form af hatursfullu tali, eða framlag sem túlka mætti á þann hátt. Við gerum greinarmun á harðri gagnrýni á stjórnvöld, fyrirtæki, samfélög eða viðhorf og árásum á hópa eða einstaklinga á grunni kynþáttar, trúar, kyns eða kynhegðunar.
  4. Skrifum eitthvað sem skiptir máli. Við vitum að stundum þarf umræðan að fara um víðan völl en við hvetjum lesendur til að setja eingöngu fram sjónarmið sem tengjast því efni sem til umræðu er.
  5. Hafðu í huga að það sem þú skrifar gæti verið misskilið svo reyndu að vera skýr og mundu að texti er ekki alltaf besti samskiptamátinn – tóntegund, kaldhæðni og húmor skilar sér ekki alltaf í stöfum á skjá.
  6. Við viljum að hér finnist öllum gott að koma til að eiga í skynsömum rökræðum og vonumst til þess að lesendur hjálpi okkur að gera það að verkum með því að tilkynna okkur um möguleg vandamál og misnotkun.
  7. Við leitumst við að fjarlægja allt sem getur varðar við lög eins og níð eða annað ærumeiðandi efni.

Í stuttu máli:

  • Ef þú sýnir öðrum virðingu og tillitssemi ættirðu ekki að lenda í neinum vanda
  • Ekki sýna óþægilega eða ógeðfellda framkomu. Sýndu þá vitsmuni, þekkingu og húmor sem við vitum að þú átt til.
  • Taktu þína ábyrgð á gæðum þeirrar rökræðu sem þú tekur þátt í, hjálpaðu þannig til við að gera Eyjuna að uppbyggilegum og skemmtilegum stað til að lesa og ræða málin og deila skoðunum – og hún mun verða það.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu