fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Orkan, lífeyrissjóðir og raunveruleg hagkvæmni

Egill Helgason
Mánudaginn 24. maí 2010 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að ástæðan fyrir því að illa gangi að fjármagna stóriðju sé tregða íslensku lífeyrissjóðanna til að fjárfesta í íslenska orkugeiranum.

Þetta bendir vissulega til þess að höfðingjarnir í lífeyrissjóðunum trúi ekki sérstaklega á stóriðjuna, þrátt fyrir að þeir Gylfi Arnbjörnsson og Vilhjálmur Egilsson æpi hástöfum á að ráðist sé í stóriðjuframkvæmdir.

Á sama tíma, nota bene, og þeir eru áhrifamenn í lífeyrissjóðakerfinu.

En svo er spurningin, hvers vegna í ósköpunum ætti að setja peninga lífeyrissjóðanna í slík verkefni. Þetta er fé sem er tekið af launamönnum í landinu með nauðung, við höfum ekki val um hvort við borgum eða ekki. Þetta eru semsagt peningarnir okkar!

Samt gekk það svo langt að fjárglæframennirnir sem stjórnuðu landinu fram í október 2008 náðu að sölsa undir sig talsvert af fé lífeyrissjóðanna. Þegar blasti við hrun fengu þeir aðstoð stjórnmálamanna við að reyna að taka fé úr lífeyrissjóðunum til að bjarga hinum fallandi bönkum. Það tókst að stöðva á síðustu stund.

Í Fréttablaðinu í gær birtist athyglisverð frétt. Þar varsagt frá fundi sem Arion banki hélt um framtíð orkugeirans á Íslandi.

Í frásögn af fundinum segir:

Þar sagði Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar bankans, að orkugeirinn hafi ratað i nokkrar ógöngur á 21. öld. Hann áréttaði að við mat á þjóðhagslegum ávinningi stóriðjustefnu skipti mestu máli orkuverð til almennings, tímasetning framkvæmda og hagnaður orkufyrirtækjanna. „Þjóðhagslegur ávinningur af stóriðju felst í orkusölunni. Því hærra verð sem fyrir orkuna fæst, þeim mun meiri þjóðhagslegur ábati.“ Hann segirnauðsynlegt að líta á orkugeirann sem sjálfstæða og arðbæra atvinnugrein. „Ekki hækju til að bua til störf og útflutningstekjur í iðnaði.“ Markmiðið eigi ekki að vera að bjóða ódýra orku heldur dýra vistvæna orku. Þá verði fjármögnun framkvæmda að byggja á því lánshæfi sem verkefnin sjálf skapa, ekki ábyrgð hins opinbera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu