fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Erfitt að gera fríverslunarsamning við Kína

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. nóvember 2011 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hafa verið í gangi viðræður um fríverslunarsamning við Kína. Þær hafa verið í pattstöðu og skýringarnar eru í rauninni ekki flóknar. Það er erfitt að gera fríverslunarsamning við ríki eins og Kína.

Kína er ekki réttarríki, öll völd þar er í höndum klíku sem nefnir sig kommúnistaflokk, aðbúnaður verkafólks þar er skelfilegur og Kína getur undirboðið flest lönd í heiminum hvað vinnuafl varðar. Kína virðir ekki reglur um höfundarrétt og gagnkvæmni er ekki fyrir hendi – Kínverjar falast eftir því að kaupa land og fjárfesta á Vesturlöndum en setur miklar hömlur á landakaup og fjárfestingar í Kína. Kína framleiðir ótrúlegt magn af varningi sem er framleiddur við lítinn tilkostnað, fluttur út og grefur undan iðnaði og verslun í ríkjunum sem kaupa af þeim, en á móti eru Kínverjar tregir á að kaupa vörur frá öðrum löndum.

Nú velta menn því fyrir sér hvort synjun innanríkisráðherrans vegna landakaupa Huangs Nubo hafi áhrif á fríverslunarviðræðurnar við Kína – það er spurning. En Kínverjar hefðu ekki gefið eftir það sem þeir voru að falast eftir af Íslendingum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla