Mikið af pólitískum skrifum á Íslandi eru í einhvers konar „hí á þig“ tóni.
Sumir hafa náð mikilli leikni í þessum stíl.
Það er til dæmis Björn Bjarnason sem í nýjum pistli skrifar um „ömurlegu ríkisstjórnina“ sem hrunið leiddi yfir þjóðina. Það er víst ekki í fyrsta sinn.
Björn Bjarnason sat í ríkisstjórnunum sem leiddu hrunið yfir Ísland – og það hefur eitthvað verið híað á hann fyrir það.