fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Seldu dýrt, fengu svo gefins

Egill Helgason
Laugardaginn 26. nóvember 2011 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, skrifar um nýjasta skandalinn í íslensku viðskiptalífi – má kannski ætla að menn hafi ekkert lært?

„Seldu dýrt og fengu svo gefins. Þetta er fyrirsögn á frétt RÚV um að Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus og Jóhanna Waagfjörð framkvæmdastjóri hefðu selt hlutabréf í Högum í október 2009 fyrir 1 milljarð til Haga skömmu áður en Arion banki yfirtók félagið. Þetta var gert með samkomulagi við Arion banka.

Þar sluppu þau með skrekkinn.

Eflaust hafa þau haft í samningum sínum ákvæði um sölurétt til Haga á bréfunum – sem þau nýttu sér svo á elleftu stundu áður en Bónusfjölskyldan missti félagið til bankans.

Í viðskiptafræðinni í gamla daga voru fræðin þessi í einni setningu; kauptu ódýrt og seldu dýrt.

Samkvæmt frétt RÚV er búið að toppa fræðin. Fyrstu selur þú hlut þinn í fyrirtækinu dýrt skömmu áður en bankinn tekur það yfir. Svo gefur bankinn þér hlut í fyrirtækinu þegar hann setur það á markað.

Það er auðvitað ákveðin snilld í þessu.

Þeir Finnur og Guðmundur fá hvor um sig 0,8 prósenta hlut í félaginu frá Arion banka án endurgjalds samkvæmt samkomulagi, á genginu tíu. Þrír aðrir stjórnendur fá tveggja prósenta hlut.

Vissulega staldrar maður við þegar maður fær eitthvað gefins á genginu tíu.

Næst þegar ég á afmæli mun ég spyrja á hvaða gengi þessi gjöf sé.

Verðmæti Haga samkvæmt hlutfjárútboðinu er um 14 milljarðar þannig að gjöfin til hvors um sig er í kringum 120 milljónir, reiknast mér. Samtals fá þeir tveir 240 milljónir.

Ég segi bara alveg eins og er; það er of mikill Lárusar Welding bragur á þessu. Hann var keyptur yfir til Glitnis á sínum tíma fyrir 300 milljónir. Það var fjárhæðin sem þurfti að greiða honum.

Höfum við ekkert lært? Er nema von að almenningur spyrji þessarar spurningar.

Áttar bankinn sig á ekki á því að það eru allt aðrir tímar núna í þjóðfélaginu en voru áður? Svona er ekki í tísku lengur.

Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson eru báðir góðir stjórnendur og hafa gert góða hluti. Bónus er með um helminginn af veltu Haga svo Guðmundur er þar lykilmaður. Margir segja að Guðmundur sé maðurinn á bak við Bónus. Ég trúi því vel.

En þarf virkilega að gefa þeim Finni og Guðmundi 120 milljónir, hvorum um sig, til að þeir séu tilbúnir til að stýra fyrirtækinu áfram og vera þar í forsvari þegar það fer á markað?

Vissulega búa þeir yfir kunnáttu í verslunarrekstri og kannski óttast bankinn að þeir fari yfir til keppinautanna eða stofni eigin stórmarkað. En sá bisness að gefa stórfé í hlutabréf er bara ekki í tísku lengur – það er of skammt liðið frá hruninu.

Hvers vegna var ekki gerður kaupréttur við þá um að að eftir tvö ár ættu þeir kost á að kaupa hlutabréfin á genginu 11 eins og gengið er núna í því útboði sem verður á næstu dögum?

Þá hafa þeir skilað fyrirtækinu með einhverjum hagnaði, væntanlega, og eru tilbúnir til að kaupa hlutinn og halda áfram.

Ef hrunið kenndi okkur Íslendingum eitthvað þá var það, að enginn maður er ómissandi. Allir snillingarnir í útlánabólunni sem græddu á tá og fingri í hlutabréfviðskiptum höfðu í raun ekkert að segja um hlutabréfaverðið.

Það var aðeins ein breyta í formúlunni. Það var lánsfé.

Hin alþjóðlega útlánabóla skrúfaði allt upp en ekki hagnaður fyrirtækjanna sjálfra.

Boðað hlutfjárútboð í Högum er stórmerkilegt. Það er hið fyrsta frá hruni og vonandi tekst vel til. Það skiptir miklu að hér sér virk Kauphöll og að fólk geti fjárfest í fyrirtækjum.

Ef fram fer sem horfir munu lífeyrissjóðirnir kaupa talsvert í útboðinu. Þeir eru fagfjárfestarnir sem núna eiga um 24% hlut í Högum á móti 20% hjá öðrum hluthöfum, eins og Vogabæ, (Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson) og TM og fleirum.

Arion banki á núna 56% og ætlar að selja 20 til 30% í útboðinu, allt eftir því hver eftirspurnin verður.

En hverjir eru svo lífeyrissjóðirnir? Jú, þeir eru almenningur. Finnst honum þetta sniðugt?

Hvað um það; næst þegar ég mæti upp í Háskóla ætla ég að leiðrétta fræðin um að kaupa ódýrt og selja dýrt.

Það er hægt að gera enn betri bisness.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla