Kristján Möller stígur fram og segist aldrei hafa vitað annað eins afturhald og hjá Vinstri grænum.
Kristján vill setja orkulindir Íslands í stjóriðjuver, hann vill helst forða erlendum stórfyrirtækjum sem hér starfa frá því að borga kolefnisskatt sem þó tíðkast víðast hvar í Evrópu, hann vill ólmur selja stóran hluta landsins til kínversks kaupsýslumanns sem lítið er vitað um og hann er helst á því að bora eigi göng í öll fjöll í kjördæmi hans.
Er hann þá sérstakur framfaramaður og Ögmundur afturhald?