fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Sundpistill

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. nóvember 2011 21:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég sé að Vesturbæjarlaugin hefur verið á barnsaldri þegar ég fór fyrst í hana, hún er fimmtíu ára um þessar mundir.

Í Vesturbæjarlauginni var maður í skólasundi. Ógleymanlegur er hinn gormælti Kristján sem var þar í sturtuklefunum með járnstöng sem hann notaði til að skrúfa fyrir og frá sturtunum. Hann var ekki alltaf glaður í bragði og lagði mikla áherslu á að drengir þvægju sér vel.

Ég var frekar seinn að læra að synda – og í eitt skiptið setti sundkennarinn mig í barnapottinn með kút og kork, kallaði mig Rasmus Klump,  og lét hin börnin horfa á. Það myndi líklega kallast einelti í dag, en orðið var varla þekkt þá.

Þá fór pabbi með mér í sund og kenndi mér tökin.

Þegar Vesturbæjarlaugin opnaði voru einungis tvær sundlaugar í Reykjavík, gömlu Laugarnar inni í Laugardal og Sundhöllinn.

Mér finnst eins og einhvern tímann hafi verið farið með mig í gömlu Laugarnar, en ég man það ekki glöggt. Þær lokuðu 1967.

Einstöku sinnum fór maður í Sundhöllina, en þar inni fannst mér ríkja einhver heragi sem var ekki skemmtilegur. Mig minnir að börnum hafi verið hleypt ofan í laugina í hollum, þau fengu mismunandi litar teygjur svo hægt væri að greina þau í sundur.

Þannig að Sundlaug Vesturbæjar var mín laug lengst af – en nú verð ég að viðurkenna að mér finnst best að fara í annað sveitarfélag í sund, í laugina á Seltjarnarnesi.

Hér má sjá myndir úr þættinum Einu sinni var þar sem er fjallað um lokun gömlu Lauganna:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk