Össur Skarphéðinsson segir að allir kaflarnir í samningaviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði opnaðir á næsta ári.
Hann er reyndar efist um að takist að semja fyrir 2013 en snemma það ár á að kjósa til þings. Núorðið gerir maður ráð fyrir að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið.
En maður spyr upp á latínu – cui bono?
Þetta er farið að líta meira og meira út eins og akademísk æfing.
Það er samið og samningurinn verður kannski ágætur, samninganefndarmenn og utanríkisráðuneytið geta talið sig hafa unnið gott verk.
En það er óhugsandi að hann verði samþykktur af þjóðinni, ekki eins og viðhorfin eru hér á landi, ekki eins og ástandið er í Evrópu.
Þannig að kannski geta hinir eindregnu andstæðingar ESB-aðildar vel við unað. Samningurinn verður felldur, og þá verður aðild að ESB ekki á dagskrá næstu áratugina.