fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Ingi Freyr: Fortíðarvandi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. nóvember 2011 19:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingi Freyr Vilhjálmsson staðhæfir í leiðara í DV að lítið sé við því að gera þótt erlendir vogunasjóðir eignist íslensku bankana. Þeir hafa keypt skuldabréf sín í bönkunum af kröfuhöfum á frjálsum markaði erlendis. Þannig sé staðan nú bein afleiðing af hinni ótæpilegu skuldsetningu frá því fyrir hrun.

Ingi skrifar:

„Nú liggur fyrir, samkvæmt mati Fjármálaeftirlitsins á eignarhaldi þessara skuldabréfa, að erlendir vogunarsjóðir eigi meira en 60 prósenta eignarhluta í Arion banka og Íslandsbanka vegna uppkaupa á skuldabréfum gömlu bankanna. Þessir vogunarsjóðir keyptu þessar kröfur fyrir lítið af erlendum lánafyrirtækjum sem í blindni höfðu lánað íslenskum fjármálafyrirtækjum allt of mikla peninga. Þessi erlendu fjármálafyrirtæki sem seldu vogunarsjóðunum kröfurnar á íslensku bankana sitja uppi með gríðarlegt tap af sínum lánveitingum. Vogunarsjóðirnir munu hins vegar að öllum líkindum græða vel á viðskiptunum með kröfurnar. Greiðslur út úr íslensku bönkunum til kröfuhafa bankanna eru því óbeint greiðslur til vogunarsjóðanna sem, eðli málsins samkvæmt, keyptu kröfur íslensku bankanna fyrir lítið til að græða vel á því – þannig hugsa atvinnukaupsýslu- og bankamenn.

Nú rembast einhverjir við að kenna íslenska ríkisvaldinu og íslenskum stofnunum um þessa þróun, þá staðreynd að vogunarsjóðir eru í eigendahópi Íslandsbanka og Arion banka. Þessi staðreynd hefur hins vegar ekkert með ríkisvaldið að gera. Íslenska ríkið, stjórnmálaflokkar og stofnanir geta ekki ráðið því hverjum erlend fjármálafyrirtæki ákveða að selja kröfur sínar á íslensku bankana sem þeir töpuðu miklum fjármunum á. Það eru erlendu bankarnir sem ákveða þetta út frá lögmálum hins frjálsa og alþjóðlega markaðar. Íslenskar stofnanir hafa ekki lögsögu yfir þessum markaði. Í þessum skilningi eru Íslendingar komnir undir erlent vald af því það eru útlendir kröfuhafar bankanna sem ákveða, út frá sínum eigin hagsmunum, hverjir það eru sem eiga skuldabréfin á gömlu bankana sem mun verða breytt í hlutafé í nýju bönkunum þegar þar að kemur. Íslenskir stjórnmála- og embættismenn ráða engu um þetta, ekki VG, ekki Samfylking, ekki Sjálfstæðisflokkurinn, ekki Framsókn eða neinn annar.

Vilji menn finna einhverja sökudólga til að kenna um þessa þróun þá væri miklu nærri lagi að úthrópa þá einstaklinga sem stýrðu því að íslensku bankarnir skuldsettu sig úr hófi fram hjá erlendum fjármálafyrirtækjum á árunum fyrir hrun. Þetta eru skuldirnar sem gera það að verkum að erlendir kröfuhafar bankanna falbjóða þessar kröfur til erlendra vogunarsjóða sem vonast eftir margföldum stundarhagnaði af fjárfestingunni í íslensku bönkunum. Sú staðreynd að Ísland er aftur orðið að vogunarsjóði, þó í öðrum skilningi en árið 2007, er tilkomin af nákvæmlega sömu ástæðu og Ísland varð að vogunarsjóði fyrir hrun. Ábyrgðin liggur á sama stað. Flest stærstu vandamál Íslands í dag eru fortíðarvandamál.“

Það má velta fyrir sér í framhaldi af þessu hvað annað hefði verið hægt að gera. Lánveitendur bankanna hafa tapað geysilegum fjárhæðum – en eftir einhverju er samt að slægjast fyrir þá eða vogunarsjóðina sem hafa keypt skuldirnar. Það hefði verið hægt að þjóðnýta allt klabbið – en líklega hefði það verið mjög kostnaðarsamt fyrir íslenska ríkið. Svo hefði náttúrlega verið hægt að reyna að bjarga bönkunum frá falli á sínum tíma með því að dæla í þá peninga – sú leið var þó tæplega fær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk