fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Spennandi bókatíð

Egill Helgason
Laugardaginn 8. október 2011 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskar bókmenntir blómstra þetta haustið. Gyrðir Elíasson tekur við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs. Ísland verður í brennidepli á stærstu bókasýningu heims, í Frankfurt. Það er verið að þýða mikið af íslenskum bókmenntum á erlend tungumál – heildarútgáfa Íslendingasagnanna á þýsku í nýjum þýðingum er stórviðburður. Bækurnar eru stórglæsilegar, eins og er von og vísa Þjóðverja – hvergi eru gefnar út jafn fallegar bækur og í Þýskalandi.

Á næstu vikum og fram til jóla koma svo út ný verk eftir marga af helstu höfundum þjóðarinnar: Jón Kalman Stefánsson, Vigdísi Grímsdóttur, Ólaf Jóhann Ólafsson, Hallgrím Helgason, Steinunni Sigurðardóttur, Guðmund Andra Thorsson, Ólaf Gunnarsson, Hannes Pétursson  – svo nokkrir séu nefndir.

Það er spennandi tími framundan.

Við í Kiljunni fylgjumst að sjálfsögðu með þessu. Við erum þegar með í vinnslu innslög sem fjalla um Jón Kalman og Vigdísi Grímsdóttur – og í lok mánaðarins verður sýnd sérstök mynd sem við höfum gert um Gyrði Elíasson.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum
Spennandi bókatíð

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu