Marcel Reich-Raniki er helsti bókmenntapáfi Þýskalands. Frægur maður og umdeildur. Hann er 91 árs.
Í morgun þegar tilkynnt var að sænska ljóðskáldið Tomas Tranströmer hefði fengið Nóbelsverðlaunin lýsti Reich-Raniki því yfir að hann hefði ekki hugmynd um hver þessi höfundur væri.
Hann hefði aldrei heyrt minnst á hann.
Aðspurður að því hvort hann væri sáttur við þessa ákvörðun Nóbelsnefndarinnar sagði karlinn:
„Það held ég ekki.“
En þess má svo geta að talsvert af ljóðum eftir Tranströmer hefur verið þýtt á íslensku. Ingibjörg Haraldsdóttir gaf út heila bók með kvæðum eftir hann og nefndist hún Sorgargondóll og fleiri ljóð.
Jóhann Hjálmarsson hefur einnig þýtt ljóð eftir hann og þekkir hann vel eins og sjá má í þessari grein sem birtist í Morgunblaðinu 1998 þar sem meðal annars segir frá því þegar Tranströmer spilar Skriabin á píanó með annarri hendi.