fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Vekur ekki góðar vonir

Egill Helgason
Mánudaginn 3. október 2011 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staglkenndar ræður þingmanna í kvöld gefa ekki fyrirheit um góðan vetur í pólitíkinni. Jóhanna segir að bankarnir eigi að færa hagnað sinn til fólksins í landinu.

Með leyfi að spyrja: Hvernig ætlar hún að koma því í kring?

Það er eins og maður hafi heyrt eitthvað svipað áður.Landsbankinn er reyndar ríkisbanki svo þar ættu að vera hæg heimatökin– um eignarhaldið á hinum tveimur bönkunum er óvíst. Íbúðalánasjóður er í vanda, en eins og fyrr munu lífeyrissjóðir standa gegn öllum breytingum. Staða þeirra er þó ærið sérkennileg eins og lesa má í pistli Ólafs Margeirssonar hagfræðings á vef Pressunnar.

Við erum ekki komin á leiðarenda í aðgerðum vegna skuldamála – en það er samt eins og ríkisstjórnin hafi löngu lúffað fyrir fjármagnseigendum.

Líkt og hefur verið bent á er umræðan í miklu ólagi og hún var ekki ýkja betri í ræðum kvöldsins:

Er ekki merkingarleysið algjört þegar fari að líkja íslenskum ráðamönnum við fjöldamorðingjann Lenín í ræðustól Alþingis?

Á eftir kom svo ein sem líkti stjórnarfarinu á Íslandi við anarkisma – en þá var þetta allt orðið að tómu gríni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu