Staglkenndar ræður þingmanna í kvöld gefa ekki fyrirheit um góðan vetur í pólitíkinni. Jóhanna segir að bankarnir eigi að færa hagnað sinn til fólksins í landinu.
Með leyfi að spyrja: Hvernig ætlar hún að koma því í kring?
Það er eins og maður hafi heyrt eitthvað svipað áður.Landsbankinn er reyndar ríkisbanki svo þar ættu að vera hæg heimatökin– um eignarhaldið á hinum tveimur bönkunum er óvíst. Íbúðalánasjóður er í vanda, en eins og fyrr munu lífeyrissjóðir standa gegn öllum breytingum. Staða þeirra er þó ærið sérkennileg eins og lesa má í pistli Ólafs Margeirssonar hagfræðings á vef Pressunnar.
Við erum ekki komin á leiðarenda í aðgerðum vegna skuldamála – en það er samt eins og ríkisstjórnin hafi löngu lúffað fyrir fjármagnseigendum.
Líkt og hefur verið bent á er umræðan í miklu ólagi og hún var ekki ýkja betri í ræðum kvöldsins:
Er ekki merkingarleysið algjört þegar fari að líkja íslenskum ráðamönnum við fjöldamorðingjann Lenín í ræðustól Alþingis?
Á eftir kom svo ein sem líkti stjórnarfarinu á Íslandi við anarkisma – en þá var þetta allt orðið að tómu gríni.