Við erum komin heim starfsfólk Kiljunnar eftir frábæra daga á Vestfjörðum.
Tókum upp efni sem tengist sagnabálki Jóns Kalmans Stefánssonar – hann lokar honum nú í haust.
Fórum í skrítna og skemmtilega bókabúð á Flateyri.
Skoðuðum gömul hús og hlustuðum á sögur frá Ísafirði af vörum Sigurðar Péturssonar sagnfræðings. Hann er manna fróðastur um bæinn og segir skemmtilega frá.
Hann hékk þurr meðan við vorum í upptökunum, í gærkvöldi ringdi reyndar óskaplega. Þegar við vöknuðum hafði aðeins gránað í fjöll. En haustlitirnir eru einstakir á þessum tíma, sérstaklega í hlíðunum þar sem berjalyngið er farið að roðna fagurlega.