Það eru nöturlegar staðreyndir sem sjá má úr skýrslunni sem segir að fjórðungur 15 ára drengja virðist ekki geta lesið sér til gagns eða aflað sér upplýsinga í gegnum lestur.
Það má sjálfsagt finna ýmsar skýringar á þessu í skólakerfinu og heimilunum.
En ein breyta er sjaldnast nefnd og það eru tölvuleikir.
Drengir stunda tölvuleiki miklu meira en stúlkur – og maður getur varla hugsað sér iðju sem er jafn andstæð lestri og æsingurinn í tölvuleikjum.