Möppudýr hjá Útlendingastofnun reka augun í það að ungur maður frá Kanada dvelur í landinu. Hann er sautján ára og er á öðru ári í Háskólanum.
Jordan Chalk hefur tekist að læra íslensku, fyrst af sjálfum sér. Hann má teljast sannur Íslandsvinur.
En möppudýrin í Útlendingastofnun sögðu nei – og tölvur þeirra líka. Jordan Chalk skyldi vísað úr landi. Hann fór burt í gær og segir í frétt að vinir hans hafi grátið.
Jordan Chalk virðist reyndar hafa gott hugarþel, hann ætlar að koma aftur þegar hann verður átján ára.