Pressan er að fjalla um útskriftarferðir menntaskólanema – og ráðagerðir um að banna þær jafnvel.
Unglingar hópast til Spánar í þessar útskriftarferðir, aðallega til Benidorm, sumir lenda í alls kyns vandræðum.
Benidorm er bær þar sem allt flýtur í áfengi og fíkniefnum. Getur verið stórhættulegur staður. Í ofanálag er bærinn einstaklega ljótur og ómenningarlegur.
Hópferð ungmenna þangað er arfaslæm hugmynd – og fyrir marga er hún ekki annað en ávísun á sukk.
Væri ekki nær að slíkar ferðir snerust frekar um að skoða söfn í Lundúnum eða Berlín, hallir í Leirudalnum, rústir í Róm eða fagra náttúru í norskum fjörðum?