Þetta er rétt hjá Lilju Mósesdóttur.
Bankakerfið íslenska var á hnjánum eftir hrun.
Það var tækifæri til að gera rótttækar og sanngjarnar breytingar.
En það var ekki haldið í þá átt, þrátt fyrir að hér væri vinstri stjórn að nafninu til.
Í staðinn var bankakerfið endurreist í svipaðri mynd og það var áður og er nú að vaxa samfélaginu aftur yfir höfuð.
„Hagnaður bankanna sýnir að þeir hafa farið með sigur af hólmi,“ segir Lilja.
Það er mergurinn málsins.