Í viðtali í DV segir Illugi Gunnarsson að Davíð Oddsson sé magnaður persónuleiki. Um það þarf svosem ekki að efast. Illugi segist reyndar líka þakka fyrir að ekki komi margir svona karlar fram á sjónarsviðið.
Illugi segir líka að hann hafi dáðst að því hversu Davíð var fljótur að taka ákvarðanir. Það sé annað en þegar stefnulaust fólk ræður ferð.
En þá má spyrja hvort betra sé að taka vondar ákvarðanir og vera fljótur að því – eða eiga erfitt með að ákveða sig?