Það er vinsælt að segja sögur af fráleitum kröfum dægurtónlistarmanna sem ferðast um heiminn. Silfurborðbúnaði, svörtum handklæðum, bláu M&M-i.
En frægasta hljómsveit allra tíma, Bítlarnir, virðist ekki hafa gert slíkar kröfur.
Það er verið bjóða upp samning um tónleikahald Bítlanna í Kaliforníu árið 1965.
Kröfurnar hjóða upp á rennandi vatn, rafmagn, fjóra bedda og sjónvarp. Pall fyrir trommusett Ringos. Og þess utan 150 einkennisklædda lögreglumenn til verndar.
Í samningnum er líka tekið fram að Bítlarnir spili ekki á stöðum þar sem er aðskilnaður milli hvítra og svartra.