fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Eyjan

Réttarfarið og klíkurnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. júlí 2011 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV birti í gær merkilega útttekt á því hvernig Byr var misnotaður af Jóni Ásgeiri, Pálma í Fons og þeim félögum.

Samkvæmt dómnum sem féll í Exetermálinu verður þó varla hægt að koma lögum yfir þá félaga vegna þessa athæfis – dómurinn gengur út á að þurfi að sanna að fyrir hendi sé ásetningur um að valda tjóni.

Þannig þurfa menn í raun að játa að hafa ætlað að vinna mein til að hægt sé að dæma þá fyrir svona athæfi.

Þetta er eiginlega nýung í íslensku réttarfari, en viti menn, formaður lögmannafélagsins fagnar þessu, rétt eins og yfirleitt þegar fjárplógsmenn eygja von um að sleppa undan réttvísinni – og raunar kynferðisglæpamenn líka. Formaðurinn er ágætt skemmtiefni í bloggheimum, en það er furðulegt að stéttin skuli velja hann sem foringja sinn og talsmann.

Talað er um að Hæstiréttur muni snúa við þessum dómi, en ég hef enga obboslega trú á því. Við erum lítið samfélag sem skiptist í klíkur – og það virðist lítið ætla að breytast þrátt fyrir hrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði