Ég sá skemmtilega umræðu á Facebook um hvort Rolling Stones hefðu hætt að vera töff þegar norska verslunarkeðjan Dressman fór að nota þá í auglýsingar.
Einn sagði, nei, þá hefði Dressmann loks orðið pínulítið kúl.
En svo benti Þorgeir Tryggvason á að Rolling Stones hefðu kannski opinberlega hætt að vera töff þegar lagið Start Me Up var notað í auglýsingu fyrir Windows 95, en bætti við að það hefði átt vel við sökum viðlagsins sem hjómar svo:
„You make a grown man cry.“