Orðið hlutlægur er tilraun til að þýða hugtakið objektívt á íslensku.
Það þýðir að horfa á hlutina frá ýmsum hliðum – út frá því sem er hugsað um fremur en þess sem er að hugsa.
Það að vera súbjektívur er andstæða þess að vera objektívur.
Það þýðir að aðalatriðið er sá sem skoðar og áhrifin á hann, en síður hluturinn sem er skoðaður.
Það er auglýst að bók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið sé hlutlæg frásögn. Objektív.
En hún er einmitt þveröfugt. Súbjektív. Algjörlega sjálfmiðuð.
Minnir frekar á ógurlega langa bloggfærslu en heimildarit um sögu og samtíð.