fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Hófstilltur þingmaður úr Eyjum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. maí 2011 16:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er áberandi í umræðu hvað menn í Vestmanneyjum eru stóryrtir. Ég held þeim þyki þetta töff – en það hygg ég að sé misskilningur. Menn sem tala svona setur ofan.

Eygló Harðardóttir, þingmaður úr Eyjum, hefur náð að skera sig úr fyrir vandaðan og ígrundaðan málflutning á þingi. Hún ber af flestum sem sitja á Alþingi núna. Dansar ekki endilega á flokkslínu, sparar yfirleitt stóryrðin.

Eygló skrifar um kvótann, framsal og veðsetningu í grein sem birtist hér á Eyjunni.

Um veðsetninguna segir Eygló:

„Gallinn við veðsetningu á óveiddum afla er braskið og áhrif þess á efnahagslegan stöðugleika.  Óbeina veðsetningin við framsal leiddi til verðbólu á aflaheimildum. Ekki virtist skipta máli hvernig fyrirtækin voru rekin heldur fyrst og fremst hversu miklar aflaheimildir það hafði. Þetta endurspeglaðist ekki bara í lánveitingum fjármálafyrirtækja til sjávarútvegsfyrirtækja heldur einnig í öðrum lánveitingum sbr. öll skúffufélögin sem fengu lán til kaupa á hlutabréfum eða einstaka eignum.

Afleiðingarnar þekkjum við öll.

Mín von er að í framtíðinni muni lánveitingar til sjávarútvegsins og annarra greina byggjast á mati á verðmætasköpun viðkomandi fyrirtækja, hæfni stjórnendanna, viðskiptatengslum og raunverulegu tekjustreymi.

Ekki væntingum og spákaupmennsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi