fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Velgjörðamaðurinn MacLean

Egill Helgason
Þriðjudaginn 24. maí 2011 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókaútgefandinn snjalli, Jóhann Páll Valdimarsson, segir að réttast væri að reisa styttu af Alistair MacLean í húsakynnum Rithöfundasambandsins. Hann hafi gert útgefendum kleift að gefa út íslenskar bækur. Þannig er hann eins konar velgjörðarmaður íslenskrar bókmenningar.

Nokkuð til í þessu hjá Jóhanni. En samt var mikið agnúast út í MacLean á sínum tíma og jafnvel talað um að menningunni sjálfri stafaði ógn af honum.

Í fyrsta skipti sem ég kom fram í fjölmiðli svo ég muni var í dálkinum Á förnum vegi í Alþýðublaðinu. Þá hef ég líklega verið þrettán ára. Ég var á bókasafninu og var spurður hver væri uppáhaldshöfundurinn minn, nefndi Alistair MacLean – en til vonar og vara bætti ég Þórbergi Þórðarsyni við.

Þessar bækur hentuðu drengjum mjög vel. Það er voða lítið af kvenfólki í þeim, eiginlega engin ástarmál, höfundurinn vindur sér beint í atburðarásina.

Alistair McLean las maður semsagt upp til agna. Leiðir skildu samt þegar ég var svona fimmtán. Og síðan hef ég varla séð bók eftir hann. Þær voru prentaðar í þúsundaupplögum, en nú er næstum eins og þær hafi aldrei verið til. Einn vinur minn, Jakob Bjarnar, var þó að reyna að koma sér upp safni bóka eftir McLean, ég man að við vorum eitt sinn staddir á Akureyri og þá náði hann sér í nokkrar innbundnar bækur eftir hann.

Því þær voru gefnar út rækilega innbundnar, með fallegum kili, svörtum, grænum og gylltum, og komu aldrei út í pappírskilju.

Where_Eagles_Dare_posterÞegar ég var drengur var draumur minn að komast inn í Gamla bíó til að sjá Arnarborgina sem þar var sýnd. Myndin var byggð á sögu Alistairs Mac Lean. En myndin var bönnuð innan fjórtán og ég komst ekki inn. Það er sagt að í engri mynd sendi Clint Eastwood fleiri menn inn í eilífðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi