Emily Lethbridge, norrænufræðingur frá Cambridge, var í viðtali í Kiljunni í vetur. Hún ferðast um á stórum Landrover, fer á söguslóðir Íslendingasagna og skoðar þær út frá sögunum og ritum ferðalanga eins og Collingwoods.
Eins og kom fram í þættinum heldur Emily út vef um þetta ferðalag sitt, hann nefnist The Saga-Steads of Iceland: A 21st Century Pilgrimage.
Þið getið tékkað á þessu hjá henni, í síðustu færslu sem er frá síðasta fimmtudegi er hún á slóðum Eyrbyggja sögu, semsé á Snæfellsnesi, en þaráður var hún norðanladnds á slóðum Ljósvetningasögu.