fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Mótmælabylgjan á Spáni

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. maí 2011 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vakið athygli að mótmælendur á Spáni veifa íslenskum fánum. Fyrir okkur sem búum á Íslandi er þetta skemmtilegt – en að sumu leyti óskiljanlegt.

Guðmundur skrifar í athugasemdakerfi Eyjunnar og skýrir þetta ágætlega – auk þess sem hann nefnir réttilega ótta hefðbundinna stjórnmálaflokka á Spáni við þessi mótmæli. Þeim mislíkar stórlega að vera spyrt saman eins og þeir séu allir sama fyrirbærið.

„Partido Popular (hægri flokkurinn) hefur ekkert með mótmælin að gera sem nú eru á Spáni og hefur raunar skammað ríkisstjórnina fyrir að leyfa „extremistum“ að vaða upp á götum úti (sumir þeirra hafa jafnvel talað um að beita hernum, enda eru þarna enn innanbúðar fólk sem starfaði með Franco). Reyndar er mótmælunum stefnt gegn stjórnmálaflokkunum, sérstaklega þessum tveimur stóru, PP og PSOE, sem hafa skipt með sér völdum frá upphafi lýðræðis og eru spilltir og makráðir. Ungt fólk (og fleiri reyndar) treystir ekki lengur stjórnmálamönnum, meðal ungs fólks 20-30 ára er allt að 45% atvinnuleysi og framtíðin allt annað en björt. Þar á ofan bæta stjórnvöld við niðurskurði sem bitnar á almenningi (kannast einhver við stefið?) en bönkum er bjargað.

Hvað varðar Ísland og mótmælin á Spáni, þá hefur sú mýta gengið nú í nokkra mánuði meðal Spánverja (sérstaklega frjálslynds og vinstri sinnaðs fólks) að bylting á Íslandi sé einhvers konar fyrirmynd. Ástæðan fyrir því er: 1. Búsáhaldabyltingin 2. Neiið við Icesave, 3. Eftirlýsingin hjá Interpol eftir Kaupþings-Sigga (sem þau oftúlka reyndar sem svo að við höfum sett banksterana á bak við lás og slá), 4. Rannsóknarskýrslan, 5. Sérstakur saksóknari. Semsagt, í grunninn er þetta að mestu rétt, en oftúlkað og bætt við slatta af byltingarrómantík sem kemur okkur frekar „spánskt“ fyrir sjónir sem erum að upplifa ruglið hérna heima. Íslenski fáninn hefur sést í tjaldbúðunum á Puerta del Sol, þessa mynd sá ég í dag (þar stendur: „Ísland er leiðin“), á Facebook er hópurinn „Quiero una revolución como en Islandia“ (Ég vil byltingu eins og á Íslandi). Þannig að það er engin oftúlkun að segja að Ísland (eða hugmyndir spænskra ungmenna um Ísland) hefur haft talsverð áhrif á atburðina sem nú eru í gangi.“

Miguel Anxo Murado skrifar í Guardian og segir að mótmælin séu fyrst og fremst á vinstri vængnum. Þetta sé ekki fólk sem hafi kosið Partido Popular, enda stefni sá flokkur í stóran sigur í sveitarstjórnakosningum sem eru haldnar í dag:

„The makeup of the protestors is not that mysterious if you take a walk in the square. Those who camp there are unmistakeably part of the anti-globalisation camp, focused in social causes (immigrants’ rights, world hunger), idealistic, often naive, and with a strong anti-capitalist bent. They’re actually very few.

What is new here is that at times they’re reinforced by a much wider and down-to-earth crowd. It’s comprised of pensioners, passersby and angry parents, but still mostly of university students. The People’s party knows these are not their potential voters. If they’re angry at the Socialists it is because they feel it has shifted to the right in the economy, which is true. The hardcore may be „post-democratic“, but the ensemble is certainly not „trans-ideological“.

I believe this is the key to understanding this protest. For all its far-reaching rhetoric, it addresses solely the left. It ultimately represents the frustration of those who see that it doesn’t matter which way you vote, the economic policies are dictated by the markets; hence the critique of „the system“ and the demands of accountability and transparency. Most of the protesters seem to be the people who voted Socialist in 2008 only to prevent a win for the People’s party. They don’t want their vote to be taken for granted yet again.

Will they succeed? The difficulties facing a movement of this sort are daunting. First they will have to withstand the disappointment of an almost certain People’s party victory in Sunday’s election. If they survive that, the Socialists, who are in the process of changing their leadership, will try to co-opt at least part of them with new promises – likely to turn into new disappointments. Those remaining may try to form a party, but then they will have to have leaders and a platform, it will be just like any other party.

They better enjoy their present success. They may not change Spanish politics forever, but they have succeeded in something difficult enough: in putting all politicians to shame at least for a few days.“

yo_tambien

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu

Orðið á götunni: Binni í Vinnslustöðinni spinnur fantasíu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga

Ágúst Borgþór skrifar: Að anda ofan í hálsmál sakborninga