fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Smávegis um fæðuöryggi og hollustu

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. mars 2011 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í ályktunum frá Bændaþingi er mikið talað um fæðuöryggi.

En við búum ekki við fæðuöryggi nema að takmörkuðu leyti. Við erum háð aðflutningum á olíu, vélum, fóðurbæti – og við erum ekki sjálfum okkur nóg um kornmeti, grænmeti og fjölmargar aðrar vörutegundir.

Hér hefur orðið sú þróun eins og annars staðar að bændum hefur fækkað, laun þeirra eru oft lág, margir eru stórskuldugir vegna fjárfestinga í vélum, kvótum og nýbyggingum.

Það er reynt að villa um fyrir fólki með því að láta eins og svínarækt og kjúklingarækt sé landbúnaður. Það er ekki satt, í nútímanum er þetta heldur ógeðfelldur iðnaður.

Það er líka talað um hollustu afurðanna.

Staðreyndin er samt sú að hollusta matar er ekkert meiri á Íslandi en í löndum Evrópu. Úrvalið af hollum mat í verslunum hér er ekki meira en þar nema síður sé. Við höfum enga ástæðu til að hreykja okkur hátt hvað það varðar. Það er eiginlega sérstakt rannsóknarefni hvernig þetta hefur komist á kreik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni