fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Kveðjur í tölvupóstum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 9. mars 2011 18:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núorðið senda margir nokkurn fjölda tölvupósta á hverjum degi, en það er stundum erfitt að vita hvað maður á að skrifa undir tölvupósta.

Í gamla daga meðan enn voru skrifuð sendibréf var þetta ekki mikið vandamál – maður skrifaði oftast með kærri kveðju.

Nú er eins og það þyki svolítið væmið – ég fæ sjaldan tölvupósta með þessari undirskrift, en nota hana reyndar stundum sjálfur.

Algengara er að skrifa með bestu kveðju, en svo fór maður sem ég kannast við að skrifa með góðri kveðju.

Í því felst ákveðin meining – það er ekki jafn innilegt að skrifa með góðri kveðju og með bestu kveðju. Getur meira að segja verið dálítið kuldalegt.

Svo er þetta stundum stytt og notuð skammstöfunin mbk – sem þýðir auðvitað með bestu kveðju. Það er samt ekki sérlega innilegt. Ég hef aldrei séð kveðjuna mgk.

Kuldalegra er að segja bk sem þýðir  bestu kveðjur og núorðið sér maður íshrönglið í tölvubréfinu ef einungis er skrifað kv – sem þýðir einfaldlega kveðja.

Getur verið vandasamt, því með þessum litlu orðum má senda meiningarfull skilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni