Það verður hart í ári hjá mörgum smáfuglinum, sagði Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík stundum.
Hann var ekki að tala um þresti og starra, heldur um litlu nemendurna sem urðu fyrir skakkaföllum í náminu vegna verkfalla eða annars.
En nú er sannarlega hart í ári hjá litlum fuglum. Það gerir mikinn snjó og svo er von á frosthörkum.
Ég lagði mitt af mörkum áðan og hér er fuglager í garðinum hjá mér.
Það er ráðlegt að gefa ekki bara kornmeti, heldur blanda það aðeins með einhverri fitu – það gefur betri næringu og kraft til að lifa af hretið.