fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Bankastjóralaun

Egill Helgason
Mánudaginn 7. mars 2011 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég held að engum detti í hug að Höskuldur bankastjóri í svonefndum Arionbanka eða Birna bankastýra í Íslandsbanka séu klárari en annað fólk.

Þeirri goðsögn var dreift á tima útrásarinnar að bankafólk væri svo rosa klárt að því dygðu ekkert annað en ofurlaun. Annars myndi bankafólkið jafnvel fara í toppstöður í útlöndum og fá ennþá hærra kaup.

Botnin datt úr þessu í október 2008. Það mun enginn trúa þessu framar.

En bankarnir eru byrjaðir aftur. Það er verið að gíra kerfið upp aftur.

Laun bankastjóranna eru keyrð upp um tugi prósenta. Það er ekki af því þeir séu svo klárir, nei, ástæðan er stéttarhagsmunir.

Um leið og bankastjórarnir hækka í launum geta aðrir farið að gera tilkall til svipaðra launa, þetta virkar eins og greiði á móti greiða, bankaráðsmennirnir og stjórnendurnir sem eru aðeins lægra settir en eru á leiðinni upp.

Svona heldur þetta kerfi áfram, þar til við erum loks aftur komin í sömu spor og haustið 2008.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni