Á þessu myndbandi má finna fréttir af för Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Ísland, í Páfagarð.
Ólafur segir frá því að ferð Guðríðar Þorbjarnardóttur til Ameríku hafi í aðra röndina verið trúboðsferð, enda hafi hún haft presta í föruneyti sínu.
Þetta er áréttað í frétt á vefnum forseti.is. Þar segir meðal annars.
„Á fundi forseta og Benedikts páfa var rætt um mikilvægi Íslendingasagna í sögu kristinnar trúar og hvernig landafundir í Vesturheimi hefðu á sínum tíma fært trúna til nýrrar heimsálfu mun fyrr en almennt hefur verið talið. Forseti flutti páfa einnig kveðjur frá biskupi kaþólskra á Íslandi, prestum kirkjunnar og félagi leikmanna en forseti átti fund með forsvarsmönnum safnaðarins á Bessastöðum áður en hann fór til Rómar.
Þá var á fundinum fjallað um hvernig Vínlandssögurnar lýsa ævi Guðríðar og um einstæðan sess hennar í sögu kristinnar trúar. Nefndi páfi að ævi hennar sýndi hinn kristna heim fyrir þúsund árum í nýju ljósi enda yrði styttunni af Guðríði fundinn veglegur staður í Páfagarði.“
Með í för til Vatíkansins var meðal annars fólk af Snæfellsnesi. Á myndinni má meðal annars þekkja útgerðarmanninn Guðmund Kristjánsson í Brimi. Og að hætti nútímalegra stofnana hafa konur á myndinni höfuðföt til að hyja hausinn á sér.