Það oft sérstakt rannsóknarefni hvernig hlutir skolast til.
Meira að segja er til samkvæmisleikur sem felst í því að fólk situr í hring, hvíslar á milli sín setningu til að skemmta sér við hvernig setningin brenglast þegar hún er búin að fara hringinn.
Hér er ágætt dæmi um þetta.
Ólafur Ragnar Grímsson fer í Páfagarð og talar um Guðríði Þorbjarnardóttur. Látum liggja milli hluta sannleiks- og heimildagildi sagnanna um hana, en Guðríður er frá forsögulegum tíma.
Þegar Ólafur er búinn að segja páfanum og sjónvarpsstöð Vatíkansins frá þessu er Guðríður orðin að kristniboða í vesturheimi eins og sjá má á þessari skjámynd.