Það eru ýmsir siðir sem við höfum á Íslandi og þeir eru misgóðir og misskemmtilegir.
Einn sá slappasti er að éta rjómabollur þegar fastan gengur í garð. Og svo saltkjöt daginn eftir.
Þjóðir sunnar í álfum halda dúndrandi partí, en við kýlum okkur út á bollum, baunasúpu og keti.
En þetta er kannski ekki að öllu leyti okkur að kenna. Svo margt í hefðum okkar er komið frá nýlenduherrum vorum gömlum í Danmörku.
Því var reyndar alveg stolið úr mér fyrr en í gær að ég gekk fram á rjómabollur í glugga bakarís í Kaupmannahöfn – það eru Danir sem bera ábyrgð á bolluátinu.
Eins og svo mörgu í siðvenjum okkar og matarmenningu.
Í Danmörku heita bollurnar fastelavnsboller, ég er reyndar ekki frá því að þær séu aðeins girnilegri en bollurnar í bakaríunum heima.
Enda Danir flestum þjóðum fremri í köku- og sætabrauðsgerð.
Danskir matreiðslumenn spekúlera í bollum sem þar í landi heita „fastelavnsboller“. „Fastelavn“ er danska heitið á kjötkveðjuhátíð.