fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Óperan í Kaupmannahöfn og offramboð á menningarhúsnæði

Egill Helgason
Föstudaginn 4. mars 2011 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég gekk niður að gömlu höfnini í Kaupmannahöfn í gær. Það var dimmt, en fallegt um að litast. Kalt í veðri. Höfnin var ísi lögð. Það var tilkomumikil sjón.

Sín hvoru megin hafnarinnar blasa nú við stór menningarhús sem hafa verið reist á síðustu árum. Óperan og Sjónleikahúsið.

Ég hafði ekki séð þessi hús áður, en mér sýndist þau bæði vera falleg – þau taka sig vel út þarna við höfnina. Að minnsta kosti í náttmyrkrinu.

Maður tekur litla ferju frá Nýhöfninni yfir að Óperuhúsinu, ég horfði á hvernig báturinn öslaði í gegnum ísinn.

Kaupmannahafnarbúar hafa á síðustu árum byggt þrjú stór hús undir sjónlistir og tónlist, Óperuna, Sjónleikahúsið og Tónleikahöll útvarpsins.

Allar hafa þessar framkvæmdir verið umdeildar, ekki síst Óperan. Það hús var gjöf frá auðkýfingnum A.P. Möller.

En vandinn er sá að Möller gaf ekki fé til að reka húsið. Menningin í Kaupmannahöfn er að sligast undan þessum húsum. Við bætist hið gamla Konunglega leikhús við Kóngsins nýjatorg þar sem áður voru flutttar óperur.

Einhver stakk meira að segja upp á að loka gamla húsinu, en það þóttu helgispjöll.

En afleiðing þessa offramboðs á menningarhúsnæði er sú að miðaverð hefur hækkað – það er orðið rándýrt að fara í Óperuna – og svo hefur ekki verið annað til ráðs en að fækka sýningum, eins mótsagnakennt og það er.

opera_cph-ext

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni