Skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í morgun sýnir fremur lélegt fylgi ríkisstjórnarflokka, sem þarf ekki að koma á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn heldur fylgisaukingu sinni, Framsókn er með lítið fylgi og Hreyfingin samasem ekki neitt.
Afstaða í Icesavemálinu virðist ekki hafa nein áhrif á þessa skoðanakönnun.
En stærstu tíðindin eru eins 0og fyrr áhugaleysi um stjórnmálaflokkana. Það eru nefnilega einungis 52,5 prósen aðspurðra sem vilja gefa upp fylgi við ákveðinn flokk í könnuninni. Helmingur þeirra sem eru spurðir treystir sér ekki til þess.