fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Suze Rotolo – stúlkan á Dylanplötunni

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. febrúar 2011 19:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suze Rotolo er stúlkan sem var með Dylan framan á hinni stórkostlegu plötu The Freewheelin´ Bob Dylan. Hún andaðist á föstudag eftir ströng veikindi.

Myndin markaði einhvern veginn tímamót eins og platan, þetta unga fólk sem gekk saman í slabbinu í New York. Hún var aðeins 17 þegar þau hittust, hann 20 ára.

Það er sagt að lagið Don´t Think Twice It´s Allright hafi verið samið um hana.

Rotolo var kærasta Dylans frá 1961 til 1964. Hún var frá Queens, af ítölskum ættum, foreldrar hennar voru kommúnistar sem þurftu að fara leynt með skoðanir sínar á McCarthy tímanum. Það er sagt að hún hafi haft áhrif á stjórnmálaskoðanir söngvarans á tímanum þegar hann var hvað pólitískastur.

Síðan skildu leiðir, en Suze Rotolo var áfram sögufræg í Greenwich Village. Hún skrifaði endurminningabók þaðan sem kom út árið 2008 og fékk mjög góðar viðtökur. Hún var náttúrlega kona sem átti sitt eigið líf, kenndi í Parsons lista- og hönnunarskólanum, en er partur af hinni miklu Dylan mýtólógíu.

The_Freewheelin'_Bob_Dylan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni