Jörðin hér fyrir utan virðist vera farin að hósta upp peningum í jarðskjálftanum.
Verst að þetta eru gamlar krónur, en ekki nógu gamlar til að vera verðmætar.
Þær lágu hérna fyrir utan í garðinum eftir kippinn í morgun. Eða ég kann ekki aðra skýringu.
50 aur frá 1971, króna frá 1974 og 5 krónur frá 1969.
Það getur ýmislegt gerst í jarðskjálftum. Sá í gær mynd þar sem jarðskjálfti gekk yfir stöðuvatn, það hristist svo að opnaðist fyrir forsögulega pírahnafiska sem komu upp úr djúpinu og átu baðgesti.
Og úbbs, nú kemur annar kippur. Klukkan 17.20.
Ég er á skjálftavaktinni í dag.