fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Stjórnarskipti

Egill Helgason
Laugardaginn 26. febrúar 2011 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarandstöðuflokkar taka við þar sem stjórnarflokkar eru taldir bera ábyrgð á hruni hagkerfa.

Á Írlandi bíður sjálfur valdaflokkurinn Fienna Fail afhroð og við tekur Fine Gael. Stjórnmál á Írlandi hafa löngu verið býsna spillt, en Írar lokuðu augunum fyrir því þegar vel gekk. Það er talið líklegast að við taki ríkisstjórn Fine Gael og Verkamannaflokksins – sá flokkur hefur lengi gagnrýnt spillinguna. Því skal spáð að innan tíðar verði þessi ríkisstjórn orðin fjarska óvinsæl.

Hið sama gerðist á Bretlandi. Þar tók Íhaldsflokkurinn við af Verkamannaflokknum. Fór svo í stórfelldan niðurskurð og skattahækkanir. Cameron var ekki kosinn af því hann var svo frábær, heldur vegna þess að hinir voru svo óvinsælir. Verkamannaflokkurinn nartar í hælana á Íhaldinu í skoðanakönnunum.

Í Grikklandi tók Papandreou við af Karamanlis. Spilling er landlæg í grískum stjórnmálum, Papandreou er að reyna að sporna gegn henni. Í leiðinni þarf hann að fara í óvinsælar efnahagsaðgerðir. Það er slegist á götunum í Aþenu, en Grikkir umbera Papandreou ennþá því þeir vita að stjórnin sem á undan kom gerði svo rosalegan óskunda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni